Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 21. janúar 2022 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Reykjavíkurmót kvenna: Ungir markmenn í þriggja marka sigri Vals
Ída skoraði annað hvort eitt eða tvö mörk í leiknum.
Ída skoraði annað hvort eitt eða tvö mörk í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Valur 3 - 0 Víkingur R.
1-0 Bryndís Arna Níelsdóttir ('40)
2-0 Ásdís Karen Halldórsdóttir ('48, víti)
3-0 Ída Marín Hermannsdóttir ('63)

Íslandsmeistarar Vals unnu í gær sinn annan leik í Reykjavíkurmótinu þegar liðið lagði Víking á Origo vellinum. Víkingur spilar í næstefstu deild, Lengjudeildinni.

Valur er með fullt hús stiga í A-riðli eftir tvo leiki spilaða og með markatöluna 15-0. Samkvæmt skýrslu KSÍ skoruðu þær Bryndís Arna, Ásdís Karen og Ída Marín mörk Vals en samkvæmt samfélagsmiðlum Vals skoraði Ída einnig annað mark Vals.

Tveir byrjunarliðsleikmenn Víkings eru fæddar árið 2006 og þrjár í liði Vals eru fæddar árið 2005. Fanney Inga Birkisdóttir (2005, Valur) og Sigurborg K, Sveinbjörnsdóttir (2006, Víkingur) vörðu mörk liðanna.

Næsti leikur í riðlinum er settur á laugardag þegar Valur kemur í heimsókn á Framvöll.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner