Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 21. febrúar 2020 22:07
Ívan Guðjón Baldursson
Belgía: Aron skoraði í góðum sigri
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
OH Leuven 3 - 5 St. Gilloise
0-1 C. Nielsen ('14)
1-1 T. Henry ('21)
1-2 Aron Sigurðarson ('28)
1-3 I. Ba ('31)
2-3 M. Maertens ('73)
3-3 T. Henry ('81)
3-4 T. Teuma ('83)
3-5 T. Teuma ('93, víti)

Aron Sigurðarson spilaði fyrstu 86 mínúturnar er St. Gilloise lagði OH Leuven að velli í átta marka leik í B-deild belgíska boltans.

Aron átti þátt í fyrsta marki sinna manna, skoraði annað og lagði það þriðja upp á 31. mínútu.

Staðan var orðin 1-3 og hélt St. Gilloise forystunni þar til á lokakaflanum, þegar heimamenn náðu að jafna á stuttum kafla.

Dramatíkin var þó ekki búin því Teddy Teuma kom St. Gilloise yfir á nýjan leik og innsiglaði svo sigurinn með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma.

SIgurinn er gríðarlega mikilvægur. Aron og félagar eru í fjórða sæti, fimm stigum eftir toppliði Virton. Leuven var með forystuna í deildinni en er aðeins komið með eitt stig úr síðustu þremur umferðum og situr í þriðja sæti.

Slask Wroclaw 2 - 1 Gornik Zabrze

Adam Örn Arnarson var þá ekki í hópi Gornik Zabrze sem tapaði fyrir Slask Wroclaw í pólsku deildinni.

Gornik er í neðri hluta deildarinnar með 27 stig eftir 23 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner