Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 21. febrúar 2020 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Rivaldo skilur ekki kaupin á Braithwaite
Mynd: Getty Images
Rivaldo, fyrrum leikmaður Barcelona og brasilíska landsliðsins, segist ekki skilja hvers vegna félagið ákvað að kaupa Martin Braithwaite frá Leganes fyrr í vikunni.

Barca fékk sérstakt leyfi til að kaupa nýjan leikmann vegna meiðsla Ousmane Dembele og Luis Suarez í sóknarlínunni.

Félagið valdi að kaupa Braithwaite frá fallbaráttuliði Leganes fyrir 18 milljónir evra. Nú vantar Leganes sóknarmann en félagið fær ekki undanþágu því sóknarmenn liðsins eru ómeiddir.

Braithwaite er almennt ekki talinn nógu góður fyrir Barcelona og finnst Rivaldo heimskulegt að kaupa hann frekar en að gefa ungum leikmanni úr La Masia akademíunni tækifæri.

„Ég er ósammála þessum kaupum af nokkrum ástæðum. Ég hef efasemdir um að þetta sé leikmaðurinn sem Barcelona þarfnast á þessum tímapunkti. Ég skil ekki hvers vegna félagið valdi ekki leikmann úr La Masia, einhvern ungan og efnilegan sem er hungraður í tækifæri," sagði Rivaldo.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner