Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 21. febrúar 2021 12:25
Aksentije Milisic
Hinn 21 árs gamli Donnarumma spilar deildarleik númer 200 í dag
Mynd: Getty Images
Gianluigi Donnarumma, markvörður AC Milan, mun spila sinn tvöhundraðasta leik í Serie A deildinni á Ítalíu í dag þegar AC Milan og Inter mætast í stórleik.

Donnarumma verður 22 ára gamall eftir fimm daga og því er hann að ná þessum áfanga 21 árs og 361 daga gamall. Magnaður áfangi hjá Ítalanum.

Til samanburðar þá var Gianluigi Buffon 24 ára þegar hann spilaði leik númer 200 í Serie A. Donnarumma spilaði sinn fyrsta leik í deildinni árið 2015 gegn Sassuolo í október mánuði.

Sinisa Mihajlovic kom öllum á óvart þegar hann setti þennan unga mann í markið þegar hann var einungis sextán ára gamall og gerði hann að aðalmarkverði liðsins.

Leikurinn á eftir verður ellefti nágrannaslagur Donnarumma en hann hefur unnið tvo, gert tvö jafntefli og tapað fimm. Hann hefur fengið á sig 18 mörk í þessum leikjum og tekist að halda lakinu hreinu í tvígang.
Athugasemdir
banner
banner
banner