sun 21. febrúar 2021 19:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ítalía: Atalanta sigraði Napoli - Öll sex mörkin í seinni
Duvan Zapata og félagar
Duvan Zapata og félagar
Mynd: Getty Images
Atalanta 4 - 2 Napoli
1-0 Duvan Zapata ('52 )
1-1 Piotr Zielinski ('58 )
2-1 Robin Gosens ('64 )
3-1 Luis Muriel ('71 )
3-2 Robin Gosens ('75 , sjálfsmark)
4-2 Cristian Romero ('79 )

Atalanta vann 4-2 heimasigur á Napoli í ítölsku Serie A í dag. Öll sex mörk leiksins komu í seinni hálfleik og var fyrri hálfleikurinn nokkuð rólegur fyrir utan rauða spjaldið sem Gasperini, stjóri Atalanta, fékk að líta á 26. mínútu leiksins.

Duvan Zapata kom heimamönnum yfir snemma í seinni hálfleik áður en Piotr Zielinski jafnaði fyrir Napoli.

Robin Gosens kom heimamönnum aftur yfir skömmu síðar og Luis Muriel bætti þriðja marki Atalanta við á 71. mínúut. Gosens varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 75. mínútu og hleypti spennu í leikinn á nýjan leik.

Á 79. mínútu gerði Christian Gabriel Romero út um leikinn með marki fyrir heimamenn, 4-2. Atalanta er í 4. sæti deildarinnar, tíu stigum frá toppnum. Napoli er í 7. sætinu með þremur stigum minna, mikil barátta um Meistaradeildarsæti!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner