Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 21. febrúar 2021 15:55
Aksentije Milisic
Ítalía: Lukaku og Martinez sáu um grannaslaginn
Lukaku og Conte fagna.
Lukaku og Conte fagna.
Mynd: Getty Images
Lautaro stangar knöttinn inn.
Lautaro stangar knöttinn inn.
Mynd: Getty Images
Milan 0 - 3 Inter
0-1 Lautaro Martinez ('5 )
0-2 Lautaro Martinez ('57 )
0-3 Romelu Lukaku ('66 )

Það ríkti mikil eftirvænting fyrir leik Inter og AC Milan í dag en um nágranna-og toppbaráttuslag var að ræða. Fyrir leikinn var Inter á toppi deildarinnar með eins stigs forystu á granna sína.

Inter byrjaði leikinn mun betur og herjaði á lið AC hvað eftir annað. Það var strax á fimmtu mínútu sem Inter komst verðskuldað yfir og var það Argentínumaðurinn Lautaro Martinez sem stangaði knöttinn inn eftir flotta fyrirgjöf frá Romelu Lukaku.

AC Milan náði aðeins að vinna sig inn í leikinn og fékk Theo Hernandez gott færi fyrir Milan en skot hans fór rétt framhjá stönginni.

Staðan var 1-0 í hálfleik en AC Milan mætti mjög öflugt í síðari hálfleikinn og þjarmaði verulega að Inter. Liðið átti tvö góð færi en Samir Handanovic varði vel í bæði skiptin.

Það var gegn gangi leiksins á 57. mínútu sem Inter komst í tveggja marka forystu. Eftir mjög vel útfærða sókn lagði Ivan Perisic boltann fyrir markið þar sem Martinez var mættur og kláraði færið vel, hans annað mark í leiknum.

Eftir þetta datt botninn úr leik AC Milan. Romelu Lukaku gerði þriðja mark Inter á 66. mínútu en það kom eftir glæsilegan sprett hjá Belganum. Hann kláraði færið á nærstöngina framhjá varnarlausum Donnarumma.

Fleiri mörk voru ekki skoruð og því mjög sanngjarn sigur Inter Milan, sem nú er á toppnum með fjögurra stiga forystu.
Athugasemdir
banner
banner
banner