Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 21. febrúar 2021 14:15
Aksentije Milisic
Rússneski bikarinn: Íslendingar í eldlínunni þegar CSKA komst áfram
Mynd: Heimasíða CSKA
CSKA Moskva og SKA Khabarovsk áttust við í dag í 16-liða úrslit rússneska bikarsins en leikið var í Moskvu.

Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson voru báðir í byrjunarliði heimamanna í dag. Hörður spilað að venju allan leikinn en Arnór var tekinn af velli á 73. mínútu leiksins.

CSKA fór með öruggan sigur af hólmi og er því komið í 8-liða úrslit keppninnar. Ilzat Akhmetov kom CSKA yfir á 39. mínútu og það var Nikola Vlasic sem gulltryggði sigurinn á 66. mínútu.

Góður sigur hjá CSKA sem er komið áfram. Þá er liðið í öðru sæti í deildarkeppninni, fjórum stigum á eftir toppliði Zenit.
Athugasemdir
banner
banner