Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 21. febrúar 2024 09:45
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tuchel mun yfirgefa Bayern í sumar (Staðfest)
Mynd: EPA

Thomas Tuchel stjóri Bayern Munchen mun yfirgefa félagið eftir tímabilið en Sky Sports í Þýskalandi greinir frá þessu.


Það hefur gengið afar illa að undanförnu hjá þýska risanum en liðið hefur tapað þremur leikjum í röð. Liðið er átta stigum á eftir toppliði Leverkusen í deildinni og þá er liðið 1-0 undir í einvíginu gegn Lazio í Meistaradeildinni.

Sky í Þýskalandi greinir frá því að Tuchel og Bayern hafi rætt saman og hafa komist að samkomulagi um að hann muni yfirgefa félagið í sumar.

Tuchel hefur verið við stjórnvölin hjá Bayern í tæpt ár en hann tók við af Julian Nagelsmann í mars á síðasta ári. Hann vann þýsku deildina á síðustu leiktíð með liðinu.

Xabi Alonso er talinn líklegastur til að taka við af honum en hann er einnig sterklega orðaður við Liverpool.

Bayern Munchen hefur nú staðfest fregnirnar.Athugasemdir
banner
banner
banner