banner
   lau 21. mars 2020 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Maldini feðgarnir með kórónaveiruna
Mynd: Getty Images
Paolo Maldini, stjórnarmaður hjá AC Milan, og sonur hans Daniel eru báðir sýktir af kórónuveirunni.

Fréttir halda áfram að berast inn af sýktum einstaklingum innan knattspyrnuheimsins. Nokkrir tugir hafa verið greindir með veiruna í ítalska boltanum.

„AC Milan staðfestir að Paolo Maldini hafði samskipti við einstakling sem var greindur með kórónaveiruna og í kjölfarið byrjaði hann að sýna einkenni," segir í yfirlýsingu frá félaginu.

„Sonur hans Daniel, framherji í unglingaliði AC Milan sem hafði áður æft með aðalliðinu, kom einnig jákvæður úr prófinu.

„Paolo og Daniel líður vel og hafa lokið tveggja vikna einangrun heima hjá sér. Þeir munu vera áfram í einangrun þar til þeir ná fullum bata í takt við fyrirmæli heilbrigðisyfirvalda."


Daniel Maldini er 18 ára gamall og spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið í Serie A í síðasta mánuði. Hann fetaði þannig í fótspor föðurs sins og afa sem léku einnig fyrir félagið.
Athugasemdir
banner