þri 21. mars 2023 18:39
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Aguero gríðarlega ánægður með Alvarez - „Hafði enga alvöru reynslu"
Mynd: Getty Images

Argentínumaðurinn Sergio Aguero, goðsögn hjá Manchester City segir að landi sinn, Julian Alvarez, sé búinn að fara fram úr væntingum síðan hann gekk til liðs við enska liðið.


Alvarez er 23 ára gamall framherji sem gekk til liðs við Man City frá River Plate í heimalandinu í sumar en hann hefur spilað 34 leiki fyrir enska félagið í öllum keppnum og skorað 12 mörk.

Þá var hann óvænt í lykilhlutverki í argentíska landsliðinu sem varð heimsmeistari í Katar fyrir áramót.

„Hann er að standa sig mjög vel. Hann er ný kominn til liðsins og þetta er fyrsta reynslan hans í Evrópu. Þetta hefur verið stuttur tími en hann hefur sannað að hann getur spilað á hæsta stigi - Í úrvalsdeildinni, Meistaradeildinni og á HM," sagði Aguero.

Aguero var gríðarlega ánægður með frammistöðu Alvarez á HM.

„Hann sannaði á HM hversu hæfileikaríkur hann er. Við höfðum öll miklar vonir til hans og vissum að ef hann fengi tækifæri myndi hann ekki láta það framhjá sér fara. Hann átti frábært mót, hann hafði enga alvöru reynslu með landsliðinu en samt þegar hann fór ítreyjuna var eins og hann hafi verið í henni alla ævi," sagði Aguero.

„Alvarez komst í liðið því Lautaro (Martinez) var meiddur. Um leið og hann kom inn stóð hann ekki einungis undir væntingum, hann varð mikilvægur hluti af liðinu."


Athugasemdir
banner
banner
banner