Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
banner
   þri 21. mars 2023 20:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Glódís: Mér fannst allir vera að skila sínu 120%
Kvenaboltinn
Glódís fagnar sigrinum í kvöld.
Glódís fagnar sigrinum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Tilfinningin er mjög góð," sagði Glódís Perla Viggósdóttir varnarmaður Bayern Munchen eftir magnaðan sigur á Arsenal á heimavelli í kvöld.


„Þetta var aðeins öðruvísi en við lögðum upp með, sérstaklega seinni hálfleikurinn. Það er hálfleikur, það er 1-0 fyrir okkur en við eigum erfiðan útileik eftir. Ég er gríðarlega ánægð með liðið í dag, vorum að verjast vel, hentum okkur fyrir alla bolta," sagði Glódís.

Arsenal sótti stíft í seinni hálfleik en Glódís átti frábæran leik í vörninni.

„Mér fannst allir vera skila sínu 120%. Þær voru mikið meira með boltann og í teignum okkar en við fáum líka dauðafæri í seinni og fyrri hálfleik þannig þetta var jafn leikur að mörgu leiti," sagði Glódís.

„Við töluðum um það í hálfleik að við gætum þurft að kyngja stoltinu og verjast og allur síðari hálfleikur var eiginlega þannig, þá bara tökum við því verkefni og klárum það."

Liðið lék á Allianz Arena heimavelli karlaliðs Bayern Munchen en Glódís vonast til að liðið fái að spila fleiri leiki á vellinum.

„Það er gaman að svona margir mæta og mynda svona góða stemningu. Þetta er geggjaður völlur og það er auðvelt að mynda góða stemningu. Hingað til hefur gengið vel hjá okkur hérna, vonandi höldum við í okkar heimavöll hér," sagði Glódís.


Athugasemdir
banner