Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
   þri 21. mars 2023 20:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Glódís: Mér fannst allir vera að skila sínu 120%
Kvenaboltinn
Glódís fagnar sigrinum í kvöld.
Glódís fagnar sigrinum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Tilfinningin er mjög góð," sagði Glódís Perla Viggósdóttir varnarmaður Bayern Munchen eftir magnaðan sigur á Arsenal á heimavelli í kvöld.


„Þetta var aðeins öðruvísi en við lögðum upp með, sérstaklega seinni hálfleikurinn. Það er hálfleikur, það er 1-0 fyrir okkur en við eigum erfiðan útileik eftir. Ég er gríðarlega ánægð með liðið í dag, vorum að verjast vel, hentum okkur fyrir alla bolta," sagði Glódís.

Arsenal sótti stíft í seinni hálfleik en Glódís átti frábæran leik í vörninni.

„Mér fannst allir vera skila sínu 120%. Þær voru mikið meira með boltann og í teignum okkar en við fáum líka dauðafæri í seinni og fyrri hálfleik þannig þetta var jafn leikur að mörgu leiti," sagði Glódís.

„Við töluðum um það í hálfleik að við gætum þurft að kyngja stoltinu og verjast og allur síðari hálfleikur var eiginlega þannig, þá bara tökum við því verkefni og klárum það."

Liðið lék á Allianz Arena heimavelli karlaliðs Bayern Munchen en Glódís vonast til að liðið fái að spila fleiri leiki á vellinum.

„Það er gaman að svona margir mæta og mynda svona góða stemningu. Þetta er geggjaður völlur og það er auðvelt að mynda góða stemningu. Hingað til hefur gengið vel hjá okkur hérna, vonandi höldum við í okkar heimavöll hér," sagði Glódís.


Athugasemdir
banner