Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
banner
   þri 21. mars 2023 20:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Glódís: Mér fannst allir vera að skila sínu 120%
Kvenaboltinn
Glódís fagnar sigrinum í kvöld.
Glódís fagnar sigrinum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Tilfinningin er mjög góð," sagði Glódís Perla Viggósdóttir varnarmaður Bayern Munchen eftir magnaðan sigur á Arsenal á heimavelli í kvöld.


„Þetta var aðeins öðruvísi en við lögðum upp með, sérstaklega seinni hálfleikurinn. Það er hálfleikur, það er 1-0 fyrir okkur en við eigum erfiðan útileik eftir. Ég er gríðarlega ánægð með liðið í dag, vorum að verjast vel, hentum okkur fyrir alla bolta," sagði Glódís.

Arsenal sótti stíft í seinni hálfleik en Glódís átti frábæran leik í vörninni.

„Mér fannst allir vera skila sínu 120%. Þær voru mikið meira með boltann og í teignum okkar en við fáum líka dauðafæri í seinni og fyrri hálfleik þannig þetta var jafn leikur að mörgu leiti," sagði Glódís.

„Við töluðum um það í hálfleik að við gætum þurft að kyngja stoltinu og verjast og allur síðari hálfleikur var eiginlega þannig, þá bara tökum við því verkefni og klárum það."

Liðið lék á Allianz Arena heimavelli karlaliðs Bayern Munchen en Glódís vonast til að liðið fái að spila fleiri leiki á vellinum.

„Það er gaman að svona margir mæta og mynda svona góða stemningu. Þetta er geggjaður völlur og það er auðvelt að mynda góða stemningu. Hingað til hefur gengið vel hjá okkur hérna, vonandi höldum við í okkar heimavöll hér," sagði Glódís.


Athugasemdir
banner