Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 21. mars 2023 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Grealish sannfærður um að England vinni EM 2024
Mynd: EPA

Jack Grealish leikmaður Manchester City og enska landsliðsins er gríðarlega bjartsýnn fyrir undankeppni EM sem hefst í þessari viku.


Hann hrósaði Gareth Southgate þjálfara enska landsliðsins í hástert í viðtali í dag.

„Farðu og spurðu hvern sem er í klefanum hvað þeim finnst um Gareth, þeir munu allir segja það sama. Hann gaf mér fyrsta tækifærið, gaf mér tækifæri til að spila fyrir þjóð mína. Það er það besta sem getur komið fyrir leikmann," sagði Grealish.

„Hann er frábær stjóri og frábær manneskja líka. Ég get ekki hrósað honum nógu mikið fyrir það sem hann hefur gert fyrir mig."

Hann segir að Southgate geti stýrt liðinu til sigurs á EM 2024.

„Klárlega, það er það sem við viljum. Við höfum oft verið svo nálægt. Á síðustu þremur mótum höfum við komist í undanúrslit, úrslit og átta liða úrslit," sagði Grealish.

„Það er augljóst hvað markmiðið er og mér finnst við vera betri og betri. Ég hef snert á þessu áður, leikmennirnir eru að spila með svo mikið sjálfstraust. Mér líður eins og næsta mót sé okkar mót. Allir verða upp á sitt besta. Það er ekkert leyndarmál að við viljum vinna stórmót og ég held að við munum gera það."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner