Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 21. mars 2023 08:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hodgson tekur við Crystal Palace aftur (Staðfest)
Roy Hodgson.
Roy Hodgson.
Mynd: Getty Images
Crystal Palace hefur ráðið Roy Hodgson aftur til starfa, en félagið staðfestir þetta í tilkynningu núna í morgunsárið.

Paddy McCarthy, sem stýrði Palace gegn Arsenal um liðna helgi, verður aðstoðarþjálfari Hodgson.

Hodgson tekur við starfinu af Patrick Vieira sem hafði stýrt Palace frá því í júlí 2021.

Hodgson, sem var um tíma þjálfari enska landsliðsins, þekkir mjög vel til hjá Palace eftir að hafa stýrt félaginu frá 2017 þangað til Vieira tók við.

Hodgson, sem er orðinn 75 ára gamall, mun stýra Palace út tímabilið og reyna að stýra liðinu frá falli. Palace er sem stendur fjórum stigum frá botninum en er samt sem áður í tólfta sæti; pakkinn er mjög þéttur í neðri hlutanum og mikil spenna framundan.


Enski boltinn - Ræða Conte og Mitrovic ekkert gáfnaljós
Athugasemdir
banner
banner