Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
   sun 21. apríl 2024 18:53
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deildin: Skagamenn gengu frá tíu Fylkismönnum í Akraneshöllinni
Markahrókurinn Viktor Jónsson
Markahrókurinn Viktor Jónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert Hafsteinsson skoraði fimmta mark Skagamanna
Albert Hafsteinsson skoraði fimmta mark Skagamanna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

ÍA 5 - 1 Fylkir
1-0 Hinrik Harðarson ('11 )
2-0 Steinar Þorsteinsson ('51 )
3-0 Jón Gísli Eyland Gíslason ('54 )
4-0 Viktor Jónsson ('67 )
5-0 Albert Hafsteinsson ('77 )
5-1 Theodór Ingi Óskarsson ('85 )
Rautt spjald: Orri Sveinn Stefánsson, Fylkir ('45)
Lestu um leikinn


ÍA vann annan sigurinn í röð í kvöld þegar liðið fékk Fylki í heimsókn í Akraneshöllina.

Hinrik Harðarson sá til þess að ÍA var með forystuna í hálfleik þegar hann skoraði laglegt mark snemma leiks. Hann fór inn á teiginn frá vinstri og skoraði með góðu skoti.

Undir lok fyrri hálfleiks bættist grátt ofan á svart fyrir Fylkismenn þegar Orri Sveinn Stefánsson var rekinn af velli með rautt spjald þegar hann braut á Marko Vardic þegar hann var að sleppa einn í gegn.

Skagamenn gengu á lagið í þeim síðari og gerðu út um leikinn snemma. Johannes Vall átti frábæra sendingu inn á teiginn þar sem Steinar Þorsteinsson mætti og skoraði. Stuttu síðar bætti Jón Gísli Eyland þriðja markinu við með skoti fyrir utan vítateiginn.

Markahrókurinn Viktor Jónsson bætti fjórða markinu við með skalla og Albert Hafsteinsson negldi síðasta naglann í kistu Fylkismanna.

Hinn ungi Theodór Ingi Óskarsson skoraði sárabótamark fyrir Fylki undir lok leiksins þegar hann slapp einn í gegn en nær komust Árbæingar ekki.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 7 6 0 1 18 - 7 +11 18
2.    Breiðablik 7 5 0 2 17 - 10 +7 15
3.    Valur 7 4 2 1 11 - 6 +5 14
4.    Fram 7 3 3 1 8 - 5 +3 12
5.    FH 7 4 0 3 11 - 11 0 12
6.    ÍA 7 3 1 3 15 - 10 +5 10
7.    KR 7 3 1 3 13 - 12 +1 10
8.    Stjarnan 7 3 1 3 9 - 9 0 10
9.    HK 7 2 1 4 7 - 12 -5 7
10.    Vestri 7 2 0 5 5 - 16 -11 6
11.    KA 7 1 2 4 11 - 15 -4 5
12.    Fylkir 7 0 1 6 7 - 19 -12 1
Athugasemdir
banner
banner
banner