Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
   sun 21. apríl 2024 23:25
Sölvi Haraldsson
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér líður bara eins og manni á að líða eftir að hafa unnið erkióvinina 4-1. Þetta var virkilega heilsteyptur sigur. Við gerum vel í fyrri hálfleik og komumst í 2-0 og fáum svo mark á okkur. Mér fannst Blikar vera frekar ofan á í seinni hálfleik án þess að skapa sér neitt að viti. En síðan kláruðum við þetta með tveimur mjög góðum mörkum.“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, eftir 4-1 sigur á Breiðablik í Víkinni.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 -  1 Breiðablik

Víkingar skoruðu tvö mörk á báðum hálfleikjunum með mjög skömmu millibili. 

Það gerist oft eftir mörk að liðið fær adrenalín. En þetta eru bara tvö gæðalið. Ég hef sagt þetta oft að þú verður að vera tilbúinn að verjast þegar þú ert án boltans. Það koma kaflar í leik þar sem þú átt að 'suffera' lengi.

Víkingar gerðu tvær breytingar á liðinu frá 1-0 sigrinum gegn Fram á dögunum. Arnar var spurður hver pælingin á bak við þær voru.

Þeir eru báðir meiddir. Matti (Matthías Vilhjálmsson) var ekki klár í dag. Valdi (Valdimar Þór Ingimundarson) er því miður meiddur. Við erum líka að gera mönnum mínútur. Mér fannst líka mjög gaman að sjá Ara í kvöld. Hann er búinn að þola mikið síðustu eitt tvö ár. Síðan má ekki gleyma því að hann var einn besti leikmaður íslandsmótsins 2022 og við notuðum hann mjög lítið í fyrra. Hann er frábær leikmaður og drengur. Vonandi er hans meiðslasaga búin.

Arnar kemur síðan inn á það að meiðslin eru ekki alvarleg og að menn séu að koma til baka úr meiðslum. Jón Guðni á að vera klár fyrir leikinn gegn FH 12. maí. Matthías Vilhjálmsson og Valdimar Þór eiga að vera klárir í næsta leik segir svo Arnar.

Leikir liðanna í fyrra voru mjög tíðindamiklir innan sem utan vallar en Arnar segir að það hafi verið minni hasar á hliðarlínunni í kvöld en það var í fyrra.

Blikarnir eru alltaf með hörkulið sama hver er á hliðarlínunni. Þeir áttu nokkra góða spretti í dag en liðið mitt var mjög einbeitt í dag og það er það sem skóp sigurinn.“

Það var kannski minni hasar á hliðarlínunni og fyrir og eftir leik en Blikar eru alltaf Blikar og eru með gott lið.

Við erum að senda ágæt skilaboð til hinna liðanna í deildinni.“ sagði svo Arnar þegar hann var spurður út í byrjunina á mótinu en Víkingar eru einir á toppnum eftir 3. umferðina.

Víkingar fá Víði Garði í heimsókn í næsta leik sem er í Mjólkurbikarnum.

Það er bara hrikaleg rómantík og gaman fyrir Víði Garði að koma hingað til okkar. Þetta er keppni sem við elskum mjög mikið og við ætlum ekki að gefa bikarinn frá okkur án baráttu. Við þurfum að taka þessa leiki mjög alvarlega.“

Arnar staðfesti það síðan að Víkingar eru búnir að loka hópnum sínum en félagskiptaglugginn lokar í vikunni.

Oliver Ekroth er kominn í bann þar sem hann er kominn með fjögur gul spjöl í 3. umferðinni. En hann tekur með sér spjaldið sem hann fékk í leik gegn Val í meistari meistaranna. Arnar var spurður út í það hvað honum finnst um þessa reglu að maður tekur spjaldið með sér úr þeim leik.

Þetta er bara gömul regla sem verður kannski að breyta. En á meðan það er ekki gert er erfitt að kvarta eitthvað við vissum hana fyrirfram. Fjögur gul spjöld fyrir hann á þessum tímapunkti er ótrúlegt sama hvort hann eigi það skilið eða ekki. Það er ótrúlegt.“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, eftir 4-1 sigur Víkinga á Breiðablik í kvöld.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner