fim 21. maí 2020 21:00
Brynjar Ingi Erluson
Benevento vill fá Llorente frá Napoli
Fernando Llorente og Dries Mertens fagna í Meistaradeildinni
Fernando Llorente og Dries Mertens fagna í Meistaradeildinni
Mynd: Getty Images
Ítalska B-deildarfélagið Benevento ætlar að reyna við spænska framherjann Fernando Llorente í sumar en þetta staðfestir Pasquale Foggia, yfirmaður íþróttamála hjá félaginu í viðtali við Radio Kiss Kiss.

Benevento stefnir hraðbyr upp í Seríu A en áður en kórónaveiran herjaði Ítalíu þá var liðið í 1. sæti með 69 stig, tuttugu stigum á undan næsta liði.

Félagið er þegar byrjað að undirbúa sig undir átök í Seríu A á næstu leiktíð og er markmiðið að fá öfluga leikmenn en félagið ætlar að reyna við Fernando Llorente, framherja Napoli.

Llorente er búinn að skora 4 mörk í 24 leikjum fyrir Napoli á þessari leiktíð en félagið gæti leyft honum að fara fyrir rétt verð.

„Hann er efstur á lista hjá okkur. Við erum að skoða hans og nokkra aðra leikmenn. Augljóslega er ég mikill aðdáandi hans. Þetta er leikmaður sem var að spila í úrslitum Meistaradeildarinnar fyrir tveimur árum og ferillinn talar sínu máli," sagði Foggia.
Athugasemdir
banner
banner
banner