fös 21. maí 2021 13:30
Elvar Geir Magnússon
Steve Bruce stefnir á að halda áfram með Newcastle
Steve Bruce, stjóri Newcastle.
Steve Bruce, stjóri Newcastle.
Mynd: Getty Images
Steve Bruce, stjóri Newcastle, segist fullur tilhlökkunar fyrir því að taka sér sumarfrí eftir erfitt tímabil þar sem hann hefur þurft að glíma við ýmsar áskoranir.

Gengi liðsins hefur verið gott síðustu vikur og Bruce náð að lyfta liðinu upp úr fallhættu. Hann var valinn stjóri mánaðarins í síðasta mánuði.

En hann er ekki sá vinsælasti hjá stuðningsmönnum Newcastle og hann fékk eitthvað baul á sig í síðasta leik.

„Frá fyrsta degi vissi ég að ég myndi ekki verða vinsæll hjá öllum. Hvort það sé meirihluti eða minnihluti leyfi ég öðrum að dæma um," segir Bruce.

„Við áttum afleitt skrið í vetur og ég skil pirring fólks. Ég þarf að sætta við mig það að hluti af því að vera í þessu starfi er að fá neikvæðni frá stuðningsmönnum."

Bruce hyggst halda áfram með Newcastle á næsta tímabili.

„Það er ekki komið að þeim tímapunkti að setjast í helgan stein. Ég mun halda áfram á meðan aðrir vilja að ég sé í starfinu."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner