Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 21. maí 2022 19:01
Brynjar Ingi Erluson
Sara Björk Evrópumeistari með Lyon í annað sinn
Sara Björk Gunnarsdóttir er Evrópumeistari í annað sinn
Sara Björk Gunnarsdóttir er Evrópumeistari í annað sinn
Mynd: Getty Images
Ada Hegerberg fagnar hér marki Lyon
Ada Hegerberg fagnar hér marki Lyon
Mynd: Getty Images
Það var þétt setið á Allianz-leikvanginum í Tórínó
Það var þétt setið á Allianz-leikvanginum í Tórínó
Mynd: Getty Images
Barcelona 1 - 3 Lyon
0-1 Amandine Henry ('6 )
0-2 Ada Hegerberg ('23 )
0-3 Catarina Macario ('33 )
1-3 Alexia Putellas ('41 )

Íslenska landsliðskonan Sara Björk Gunnarsdóttir varð Evrópumeistari í annað sinn með Lyon er liðið vann Barcelona 3-1 í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í kvöld á Allianz-leikvanginum í Tórínó.

Lyon fékk draumabyrjun á 6. mínútu. Amandine Henry vann boltann með glæsilegri tæklingu um 40 metrum frá markinu. Hún stóð fljótt á lappir, lagði boltann til hægri áður en hún þrumaði knettinum efst í hægra hornið. Stórglæsilegt mark.

Franska liðið gerði annað mark á 23. mínútu. Selma Bacha og Melvine Malard spiluðu sín á milli áður en Bacha fékk boltann aftur á vinstri vængnum. Hún kom með fullkomna fyrirgjöf í teiginn á hausinn á Ödu Hegerberg sem skallaði boltann í grasið og inn.

Lyon pressaði hátt upp og var Barcelona í þvílíkum vandræðum með andstæðingana. Pressan skilaði sér á 33. mínútu með þriðja markinu. Lyon spilaði sig inn í teig áður en Börsungar komust í boltann en náðu ekki að hreinsa langt. Ada Hegerberg fékk boltann hægra megin í teignum, kom honum á fjær þar sem Catarina Macario stóð. Hún skaut boltanum fyrst í stöng en fylgdi á eftir og skoraði.

Alexia Putellas minnkaði muninn fyrir Börsunga þegar nokkar mínútur voru eftir af fyrri hálfleik með skoti úr teignum eftir fyrirgjöf frá hægri.

Patricia Guijarro var hársbreidd frá því að minnka muninn í eitt mark um miðjan síðari hálfleikinn er hún ætlaði að lyfta boltanum yfir markvörð Lyon en boltinn hafnaði í slá.

Liðin skiptust á færum eftir það og hafði Lyon sigur á endanum, sem verður að teljast ansi magnað afrek miðað hvað þetta Barcelona-lið hefur verið frábært síðustu tvö ár.

Sara Björk Gunnarsdóttir sat allan tímann á varamannabekk Lyon en engu að síður frábærir endir í Meistaradeildinni fyirir hana, enda að leika sitt síðasta tímabil fyrir Lyon.

Þetta er í annað sinn sem Sara Björk vinnur Meistaradeildina með Lyon en hún gerði það einnig á fyrsta tímabili sínu þar. Þetta er í áttunda sinn sem Lyon vinnur Meistaradeildina frá því hún var stofnuð.
Athugasemdir
banner
banner