lau 21. maí 2022 08:30
Victor Pálsson
King pirraður á Ndombele
Mynd: Getty Images

Ledley King, goðsögn Tottenham, hefur tjáð sig um stöðu félagsins og hvað þarf að gerast í sumarglugganum sem nálgast.


Tottenham náði að styrkja sig mikið í janúar og fékk þá Dejan Kulusevski og Rodrigo Bentancur frá Juventus eftir rólegan sumarglugga í fyrra.

King veit að Tottenham er á eftir toppliðum deildarinnar og þarf liðið á fleiri toppleikmönnum að halda til að eiga möguleika á að berjast ofar.

„Ég er viss um að Antonio Conte vilji styrkja liðið enn frekar því eins og við vitum erum við ekki á stað til að keppa við Liverpool eða Manchester City," sagði King.

„Við viljum öll það sama, topp, toppleikmenn. Þar þarftu að vera sniðugur eins og Tottenham var í janúarglugganum. Þar fengum við tvo leikmenn sem styrktu byrjunarliðið um leið sem er ansi sjaldgæft."

King tjáði sig einnig um miðjumanninn Tanguy Ndombele en framtíð hans er í mikilli óvissu og var hann lánaður til Lyon í vetur.

„Ég væri til í að sjá hann gefa meira. Þetta hefur verið pirrandi því við vitum hæfileikana sem hann er með.Stundum er eins og hann þurfi á réttu umhverfi að halda og rétta hvatningu til að spila fótbolta."

„Við gætum notað hann. Þegar hann spilar sinn besta leik þá er hann fengur fyrir félagið en hann hefur ekki gert það stöðuglega sem er svo pirrandi."


Athugasemdir
banner
banner
banner