Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   lau 21. maí 2022 21:21
Arnar Laufdal Arnarsson
Kjartan Henrý: Eigum að vinna svona leiki
Nóg að gera segir Kjartan
Nóg að gera segir Kjartan
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Kjartan Henrý Finnbogason var ansi vonsvekktur eftir 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Leikni R. en liðin mættust í dag í Bestu Deild karla.

Voru KR-ingar heppnir að fá stig úr þessum leik?

"Frábær spurning, þeir lágu á okkur hérna í lokin og gerðu það mjög vel, breyttu um leikkerfi í seinni hálfleik og já örugglega þegar að fólk styllti upp í seinni hálfleikinn þá leit það örugglega þannig út að við vorum heppnir að sleppa fá eitt stig hér í dag"


Lestu um leikinn: KR 1 -  1 Leiknir R.

Kjartan byrjaði á bekknum og kom inn á snemma í seinni hálfleik, hvernig leit fyrri hálfleikurinn út frá hliðarlínunni?

"Mér fannst hann fínn fyrstu 15 mínúturnar, þá vorum við mjög fínir og sprækir en eins og svo oft áður og þetta var einnig vandamálið í fyrra þá í seinni hálfleik byrjuðum við ekki nógu vel og þeir komast inn í leikinn og fá smá þef og það má ekki gerast"

KR-ingar eru vissulega taplausir í síðustu fjórum leikjum með tvo sigra og tvö jafntefli, þeir eru allavega ekki að tapa leikjum. 

"Nei en við eigum að vinna svona leiki og við ætluðum að taka þriðja sigurinn í röð en það gekk ekki í dag því miður í frábæru veðri og frábærum velli. Við verðum bara að læra af þessu það eru þrír leikir á átta dögum núna hjá okkur, leikur á miðvikudaginn á móti Stjörnunni í bikarnum og svo FH næstu helgi þannig það er nóg að gera"

Viðtalið má sjá í heild sinni en þar talar Kjartan t.d. um að hafa verið á bekknum o.fl.


Athugasemdir
banner