Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
banner
   þri 21. maí 2024 22:49
Haraldur Örn Haraldsson
Gummi Magg: Það var sætt að sjá hann í netinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Guðmundur Magnússon leikmaður Fram var nokkuð sáttur með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans gerði 1-1 jafntefli við ÍA í Úlfarsárdalnum.


Lestu um leikinn: Fram 1 -  1 ÍA

„Bara hörkuleikur, Skagamenn eru með hörku lið og við erum með hörku lið. Þannig að þetta var bara frábær skemmtun."

Guðmundur skoraði mark Framara í dag og er þá kominn með 3 mörk í deildinni.

„Ég er bara að komast í betra og betra stand, meira 'game fit', svo er það bara að halda áfram. Ég hefði getað skorað svona fimm mörk í bikar leiknum á föstudaginn, og þú veist þetta kemur bara."

Guðmundur átti tvö mjög góð færi áður en hann skoraði markið sitt. Hann segir að það hafi verið gott að sjá boltan í netinu eftir að hann klikkaði á þeim.

„Fyrra skotið mitt var svona, ég hefði getað gert betur. En svo fékk ég færi í byrjun seinni hálfleiks. Þar gerði markmaðurinn bara vel, lokaði vel á mig. Það var sætt að sjá hann í netinu síðan."

Framarar sitja í 4. sæti deildarinnar eftir 7 leiki og það er töluvert ofar en þeim var spáð. 

„Ég held að við höfum bara smollið rétt fyrir mót. Við áttum tvo góða æfingaleiki rétt fyrir mót, og þá fengu menn svona trúnna, við fundum okkar kerfi, og mönnum líður vel."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner