Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 21. júní 2021 18:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið Víkings og KR: Bæði lið í þriggja manna vörn?
Sölvi Geir kemur inn í lið Víkings
Sölvi Geir kemur inn í lið Víkings
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Finnur Tómas kemur inn í lið KR
Finnur Tómas kemur inn í lið KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lokaleikur níundu umferðar í Pepsi Max-deild karl fer fram í kvöld. Víkingur tekur á móti KR á Víkingsvelli og hefst leikurinn klukkan 19:15.

Víkingur er í 2. sæti deildarinnar og er liðið taplaust til þessa í deildinni. KR er í 5. sæti og hefur unnið tvo leiki í röð.

Smelltu hér til að fara í textalýsingu frá leiknum

Víkingur vann FH í síðasta leik sínum. Sá fór fram fyrir níu dögum síðan og skoraði Nikolaj Hansen bæði mörk leiksins.

KR vann Leikni fyrir viku síðan í síðasta leik sínum. Pálmi Rafn Pálmason og Kjartan Henry Finnbogason skoruðu mörk KR í 2-0 sigri.

Tvær breytingar eru á liði Víkings frá síðasta leik. Kristall Máni Ingason og Halldór Jón Sigurður Þórðarson taka sér sæti á bekknum. Þeir Sölvi Geir Ottesen og Erlingur Agnarsson koma inn. Það má áætla að Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, fari í þriggja manna varnarlínu verandi með Sölva, Kára og Halldór Smára í byrjunarliðinu.

Ein breyting er á liði KR frá síðasta leik. Kennie Chopart tekur út leikbann og Finnur Tómas Pálmason kemur inn í liðið. Það verður fróðlegt að sjá hver verður í hægri bakverðinum hjá KR í kvöld eða hvort KR-ingar verði líka í þriggja manna varnarlínu.

Byrjunarlið Víkings:
16. Þórður Ingason (m)
7. Erlingur Agnarsson
8. Sölvi Ottesen
9. Helgi Guðjónsson
10. Pablo Punyed
12. Halldór Smári Sigurðsson
17. Atli Barkarson
20. Júlíus Magnússon
21. Kári Árnason (f)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
23. Nikolaj Hansen

Byrjunarlið KR:
1. Beitir Ólafsson (m)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
6. Grétar Snær Gunnarsson
9. Kjartan Henry Finnbogason
10. Pálmi Rafn Pálmason
14. Ægir Jarl Jónasson
19. Kristinn Jónsson
21. Kristján Flóki Finnbogason
22. Óskar Örn Hauksson (f)
23. Atli Sigurjónsson
25. Finnur Tómas Pálmason

Smelltu hér til að fara í textalýsingu frá leiknum
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner