Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mán 21. júní 2021 19:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi Max-kvenna: Óvænt úrslit á Hlíðarenda
Margrét jafnaði metin af vítapunktinum.
Margrét jafnaði metin af vítapunktinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan vann sannfærandi sigur á ÍBV.
Stjarnan vann sannfærandi sigur á ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru óvænt úrslit á Hlíðarenda þegar Valur fékk Þór/KA í heimsókn í Pepsi Max-deild kvenna.

Valskonur hafa ekki verið mjög sannfærandi í spilamennsku sinni í upphafi móts en þær hafa samt sem áður verið að ná í ágætis úrslit hingað til.

Elín Metta Jensen er búinn að reima á sig markaskóna eftir markaþurrð í upphafi móts en hún kom Val yfir í leiknum á 19. mínútu eftir klaufagang í gestaliðinu. Hún nýtti sér kæruleysi hjá gestunum og skoraði.

Staðan var 1-0 þegar flautað var til hálfleiks, en snemma í seinni hálfleik jafnaði Þór/KA úr vítaspyrnu eftir að boltinn fór í höndina á Örnu Eiríksdóttir innan teigs. Margrét Árnadóttir fór á vítapunktinn og jafnaði metin.

Þór/KA barðist mjög vel í þessum leik og þær náðu að landa stiginu. Valur kemst á toppinn í bili með 14 stig. Þór/KA er í áttunda sætinu með sjö stig.

Stjarnan burstaði ÍBV
Í Garðabæ vann Stjarnan sannfærandi heimasigur gegn ÍBV, sem hefur bæði tekist að vinna Breiðablik og Selfoss í sumar.

Stjarnan tók forystuna á 13. mínútu þegar Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir skoraði. Í byrjun seinni hálfleiks hefði ÍBV getað jafnað metin en Birta Guðlaugsdóttir varði vítaspyrnu Delaney Baie Pridham. DB, eins og hún er kölluð, hefur átt betri daga inn á fótboltavellinum.

Stjarnan komst svo í 2-0 á 68. mínútu er Betsy Hassett skoraði og stuttu eftir það gerði Hildigunnur Ýr út um leikinn. „Jasmín sendir frábærann bolta inn fyrir á Hildigunni sem fer fram hjá Auði og setur hann í netið," skrifaði Sigríður Dröfn Auðunsdóttir í beinni textalýsingu þegar Hildigunnur innsiglaði sigurinn.

Verðskuldaður sigur hjá Stjörnunni sem fer upp í fjórða sæti með tíu stig. ÍBV er í sjöunda sæti með níu stig.

Valur 1 - 1 Þór/KA
1-0 Elín Metta Jensen ('19 )
1-1 Margrét Árnadóttir ('47 , víti)
Lestu nánar um leikinn

Stjarnan 3 - 0 ÍBV
1-0 Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir ('13 )
1-0 Delaney Baie Pridham ('54 , misnotað víti)
2-0 Betsy Doon Hassett ('68 )
3-0 Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir ('74 )
Lestu nánar um leikinn

Leikir kvöldsins:
20:00 Selfoss - Breiðablik
20:00 Þróttur R. - Fylkir
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner