Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
   mið 21. júní 2023 21:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Selfoss
Kristján svekktur: Lítill talandi og lítil hvatning
Er Íslandsmeistaratitillinn farinn?
Kvenaboltinn
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar.
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum mest svekkt með það hvað við vorum dauft lið inn á vellinum," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 2-1 tap gegn botnliði Selfoss í Bestu deild kvenna í kvöld.

„Það var lítill talandi og lítil hvatning, og einnig færðist boltinn mjög hægt inn á vellinum."

Lestu um leikinn: Selfoss 2 -  1 Stjarnan

Er einhver ástæða fyrir þessum daufleika?

„Ég get ekki alveg svarað fyrir það af hverju við vorum ekki meira peppað lið inn í leikinn. En það var erfitt að spila á vellinum, upp á að reyna að spila hratt. Þess vegna voru spilkaflarnir ekki fleiri og betri. Varðandi hausinn, þá er eitthvað sem við náum ekki að gíra okkur upp í," segir Kristján.

„Við öll sem erum í þessu, við berum ábyrgð á þessu. Auðvitað eigum við að vera gíraðari í þetta verkefni, miklu tilbúnari. Ég veit ekki hvað það er sem hefur áhrif."

Stjarnan skoraði 45 mörk í fyrrasumar, en hefur aðeins gert níu mörk í fyrstu níu leikjunum í sumar.

„Það eru ekki alveg sömu leikmenn sem eru að spila, bæði frá upphafi móts og svo núna. Það er fyrst og fremst það. Það koma öðruvísi hlaup og öðruvísi taktur. Með nýjum leikmönnum og aðeins breyttri uppstillingu koma öðruvísi hlaup og öðruvísi týpur af leikmönnum inn í liðið. Það hefur breyst aðeins hvernig við erum að spila en það á að vera að gefa meira en það er að gefa núna. Það hefur gert það inn á milli, en ekki nægilega stöðugt."

Stjörnunni var spáð Íslandsmeistaratitlinum fyrir tímabilið, en liðið hefur alls ekki verið að spila þannig.

„Við vitum hvað þarf til að vinna leiki og vera gott lið. Við þurfum að vera duglegri að minna okkur á hvað við þurfum að gera til að vinna leikina. Við þurfum að mæta tilbúnari og vilja vinna öll verkefni. Það er ekki áskrift að neinum sigrum, þú þarft að hafa fyrir þessu öllu saman," sagði Kristján en er Íslandsmeistaratitillinn farinn?

„Eins og staðan er núna erum við fjórum leikjum frá efsta sætinu. Það er töluvert mikið. Það fjarlægist en á meðan það er tölfræðilegur möguleiki að við getum farið þarna upp þá stefnum við á það. Við þurfum nánast að vinna hvern einasta leik sem eftir er miðað við hvernig deildin hefur spilast."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner