Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   lau 01. júní 2024 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Eftirsóttur af Chelsea og Man Utd - Kostar 25 milljónir
Mynd: Getty Images
Argentínski miðvörðurinn Aaron Anselmino er eftirsóttur af stórliðum á Englandi, þar sem Chelsea og Manchester United leiða kapphlaupið.

Bæði félögin hafa fylgst með Anselmino undanfarna mánuði og segja fjölmiðlar í Argentínu að Chelsea leiði kapphlaupið sem stendur.

Anselmino leikur með Boca Juniors í efstu deild í Argentínu og er með riftunarákvæði í samningi sínum sem hljóðar upp á 25 milljónir evra.

Þessi varnarmaður er 19 ára gamall en hefur aldrei spilað fyrir yngri landslið Argentínu. Hann hefur aðeins spilað 10 leiki með aðalliði Boca Juniors.
Athugasemdir
banner
banner
banner