Tveir miðverðir orðaðir við Liverpool - Graham Potter næsti landsliðsþjálfari Englands? - Arsenal líklegast til að fá Merino - Man City vill fá...
banner
   fös 21. júní 2024 19:15
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Frábær stemning hjá Hollendingum í Leipzig
Mynd: EPA
Holland er að spila stórleik við Frakkland á Evrópumótinu þessa stundina og fer leikurinn fram á Red Bull Arena, heimavelli RB Leipzig.

Hollendingar fjölmenntu á leikinn, enda ekki langt að fara, og heyrist stuðningur þeirra langar leiðir þar sem rúmlega hálf stúkan er appelsínugul.

Það eru eflaust einhverjir Hollendingar staddir í Leipzig sem fengu ekki miða á leikinn en ákváðu samt að taka þátt í fjörinu fyrir upphafsflautið, þegar hollensku stuðningsmennirnir gengu um götur Leipzig trallandi.

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan þar sem Hollendingar skemmta sér saman á götum Leipzig fyrir stórleikinn gegn Frökkum.

Absolute scenes in Leipzig
byu/CalmaCuler insoccer

Athugasemdir
banner
banner
banner