Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 21. júlí 2019 16:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danmörk: Hjörtur og Eggert spiluðu í jafnteflum
Hjörtur lék í miðverði fyrir Bröndby.
Hjörtur lék í miðverði fyrir Bröndby.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eggert Gunnþór Jónsson og Hjörtur Hermannsson voru í eldlínunni í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Hjörtur lék allan leikinn fyrir Bröndby þegar liðið gerði svekkjandi jafntefli gegn Randers.

Staðan var 1-1 lengi vel og komst Bröndby yfir þegar tvær mínútur voru liðnar af uppbótartímanum. Þeim tókst hins vegar ekki að landa sigrinum og jafnaði Randers á 95. mínútu.

Bröndby er í öðru sæti deildarinnar með fjögur stig eftir tvo leiki. Bröndby er með jafnmörg stig og SönderjyskE sem gerði 1-1 jafntefli gegn Álaborg á útivelli.

Eggert Gunnþór Jónsson byrjaði á bekknum en kom inn á þegar rúmar 20 mínútur voru til leiksloka. Markvörðurinn Frederik Schram sat allan tímann á bekknum hjá SönderjyskE.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner