Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   sun 21. júlí 2019 19:55
Kristófer Jónsson
Óli Stefán: Stöðvum blæðinguna
Óli Stefán var þokkalega sáttur með jafnteflið.
Óli Stefán var þokkalega sáttur með jafnteflið.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA, var nokkuð sáttur eftir 1-1 jafntefli sinna manna gegn ÍA í 13.umferð Pepsi Max-deildar karla í dag.

„Ég er stoltur af strákunum og fólkinu okkar sem að mætti til að styðja við bakið okkar í dag sem sýnir úr hverju þetta félag er gert. Þannig ég er fyrst og fremst stoltur af félaginu mínu í dag." sagði Óli Stefán eftir leik.

Lestu um leikinn: KA 1 -  1 ÍA

KA menn voru í fallsæti fyrir leikinn í dag en þeir stoppuðu fjögura leikja taphrinu í dag með jafnteflinu. Þetta var jafnframt fyrsta jafntefli KA í sumar.

„Við stöðvum blæðinguna og það var mikilvægt. Æfingavikan var þannig upp sett að við ætluðum að vera tilbúnir að leggja líf og sál í þetta og ég er stoltur af strákunum fyrir það."

Iosu Villar, nýjasti leikmaður KA, var í byrjunarliði í dag og þá kom Ívar Örn, sem að kallaður var tilbaka úr láni frá Víking Ó., inná í seinni hálfleik.

„Þeir stóðu sig vel. Spánverjinn er fótboltamaður og hann er líka kröftugur og kom með það inn en það vantar pínu leikform á hann. Svo kom Ívar með sannkallaða KA hjarta inn sem að gefur okkur mikið." sagði Óli Stefán en hann útilokar ekki að það komi fleiri leikmenn í hópinn áður en að glugginn lokar.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner