Salah orðaður við Sádi-Arabíu og Tyrkland - Man Utd fær samkeppni frá Real Madrid um grískan táning - Spurs gætu gert tilboð í Van Hecke
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
   sun 21. júlí 2019 19:55
Kristófer Jónsson
Óli Stefán: Stöðvum blæðinguna
Óli Stefán var þokkalega sáttur með jafnteflið.
Óli Stefán var þokkalega sáttur með jafnteflið.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA, var nokkuð sáttur eftir 1-1 jafntefli sinna manna gegn ÍA í 13.umferð Pepsi Max-deildar karla í dag.

„Ég er stoltur af strákunum og fólkinu okkar sem að mætti til að styðja við bakið okkar í dag sem sýnir úr hverju þetta félag er gert. Þannig ég er fyrst og fremst stoltur af félaginu mínu í dag." sagði Óli Stefán eftir leik.

Lestu um leikinn: KA 1 -  1 ÍA

KA menn voru í fallsæti fyrir leikinn í dag en þeir stoppuðu fjögura leikja taphrinu í dag með jafnteflinu. Þetta var jafnframt fyrsta jafntefli KA í sumar.

„Við stöðvum blæðinguna og það var mikilvægt. Æfingavikan var þannig upp sett að við ætluðum að vera tilbúnir að leggja líf og sál í þetta og ég er stoltur af strákunum fyrir það."

Iosu Villar, nýjasti leikmaður KA, var í byrjunarliði í dag og þá kom Ívar Örn, sem að kallaður var tilbaka úr láni frá Víking Ó., inná í seinni hálfleik.

„Þeir stóðu sig vel. Spánverjinn er fótboltamaður og hann er líka kröftugur og kom með það inn en það vantar pínu leikform á hann. Svo kom Ívar með sannkallaða KA hjarta inn sem að gefur okkur mikið." sagði Óli Stefán en hann útilokar ekki að það komi fleiri leikmenn í hópinn áður en að glugginn lokar.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner