Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
banner
   mið 21. ágúst 2024 10:13
Elvar Geir Magnússon
Chelsea lánar Humphreys til Burnley (Staðfest)
Bashir Humphreys miðvörður Chelsea hefur gengið í raðir Burnley í Championship-deildinni á eins árs lánssamningi.

Þessi 21 árs leikmaður kom upp úr akademíu Chelsea og hefur leikið tvo aðalliðsleiki fyrir félagið.

Hann var stærstan hluta síðasta tímabils á láni til Swansea.

Stjóri Burnley er Scott Parker, fyrrum miðjumaður Chelsea.

Burnley, sem féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili, er búið að vinna tvo fyrstu leiki sína í Championship þetta tímabilið.


Athugasemdir
banner