Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   lau 21. september 2019 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - Gylfi og Jói eiga heimaleiki
Stórleikur í hádeginu
Það eru fimm leikir á dagskrá í enska boltanum í dag. Dagurinn hefst á stórleik á King Power Stadium þar sem Leicester tekur á móti Tottenham.

Lærisveinar Brendan Rodgers hafa farið vel af stað og eru jafnir Tottenham með átta stig eftir fimm umferðir.

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton hafa verið öflugir á heimavelli en slakir úti og eiga þeir heimaleik gegn Sheffield United. Sá leikur verður sýndur beint í Sjónvarpi Símans.

Englandsmeistarar Manchester City taka á móti Watford en liðin mættust síðast í bikarúrslitaleik í maí. Þar hafði City betur og vann 6-0.

Jóhann Berg Guðmundsson er tæpur vegna meiðsla og byrjar líklega ekki er Burnley mætir nýliðum Norwich, sem gerðu sér lítið fyrir og unnu Man City í síðustu umferð.

Newcastle tekur svo á móti Brighton í lokaleik dagsins sem verður sýndur beint á sportstöð Símans.

Leikir dagsins:
11:30 Leicester - Tottenham (Síminn Sport)
14:00 Everton - Sheffield United (Sjónvarp Símans)
14:00 Man City - Watford
14:00 Burnley - Norwich
16:30 Newcastle - Brighton (Síminn Sport)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner