Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 21. september 2019 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Guardiola: Liverpool þeir erfiðustu sem ég hef mætt
Mynd: Getty Images
Josep Guardiola hefur oft dásamað Liverpool og segir hann lærisveina Jürgen Klopp mynda besta lið sem hann hefur mætt á ferli sínum sem knattspyrnustjóri.

Guardiola er búinn að stýra Manchester City til tveggja Englandsmeistaratitla í röð en baráttan verður ansi erfið á þessu tímabili. City er þegar búið að tapa fimm stigum eftir jafntefli gegn Tottenham og tap gegn nýliðum Norwich. Liverpool er með fimm stiga forystu, með fullt hús stiga eftir fimm umferðir.

„Þó að við séum búnir að afreka þetta tvisvar þá þýðir það ekki að við getum afrekað það aftur. Ég hef oft sagt þetta, andstæðingar okkar, Liverpool, eru þeir erfiðustu sem ég hef mætt á ferli mínum sem knattspyrnustjóri," sagði Guardiola, sem var við stjórnvölinn hjá Barcelona og spilaði reglulega við afar sterkt lið Real Madrid.

„Þeir eru með svo marga hluti sem vinna með þeim. Fullkomnar staðsetningar á vellinum, leiftrandi skyndisóknir, föst leikatriði, sókn, vörn, hugarfar, heimavöllinn sinn Anfield og mikið fleira. "

Man CIty fær Watford í heimsókn í dag. Síðasta leik liðanna lauk með 6-0 sigri City í bikarúrslitum. City er að glíma við mikil meiðslavandræði í vörninni og því þarf Fernandinho að spila sem miðvörður.

„Við höfum ekki aðra kosti. Bara hann og Rodri geta leyst þessa stöðu fyrir okkur auk tveggja leikmanna úr unglingaliðinu. Við treystum þessum leikmönnum, sérstaklega Eric Garcia.

„Hann æfði með okkur alla síðustu leiktíð og Taylor Harwood-Bells var mjög flottur með okkur á undirbúningstímabilinu. Ég lít ekki á þetta sem vandamál, ég lít á þetta sem áskorun. Það er mikilvægt að vera jákvæður."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner