Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 21. september 2019 19:57
Ívan Guðjón Baldursson
Håland besti leikmaður fyrstu umferðar
Mynd: Getty Images
Erling Braut Håland skoraði þrennu í fyrri hálfleik er Red Bull Salzburg lagði Genk að velli 5-2 í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í vikunni.

Håland er sonur fyrrum úrvalsdeildarleikmannsins Alf-Inge Håland sem háði sögulega bardaga við Roy Keane í úrvalsdeildinni.

Håland er 19 ára gamall og gekk í raðir Salzburg í ágúst. Frá komu sinni hefur hann gert 17 mörk í 9 leikjum.

Håland braust fram í sjónarsviðið hjá Molde aðeins 17 ára gamall og var seldur til austurrísku meistaranna fyrir um 5 milljónir evra, auk bónusa.


Athugasemdir
banner
banner
banner