Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   lau 21. september 2019 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ödegaard fékk fisk fyrir að vera leikmaður mánaðarins
Norðmaðurinn ungi Martin Ödegaard hefur farið vel af stað hjá Real Sociedad þar sem hann leikur að láni frá Real Madrid.

Ödegaard er kominn með tvö mörk í fyrstu fjórum deildarleikjunum og var valinn leikmaður mánaðarins hjá félaginu fyrir sitt framlag.

Hann fékk afhendan dýrindis fisk í verðlaun eins og er hægt að sjá hér fyrir neðan.

Ödegaard verður 21 árs í desember en hefur nú þegar leikið 20 A-landsleiki fyrir Noreg.

Ljóst er að framtíð norska landsliðsins er spennandi en hinn ungi Erling Braut Håland var valinn besti leikmaður fyrstu umferðar riðlakeppni Meistaradeildarinnar í dag. Hann verður 20 ára í lok október.


Athugasemdir
banner
banner