Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   lau 21. september 2019 20:48
Arnar Laufdal Arnarsson
Sjáðu flugeldasýningu og fögnuð Gróttu eftir að þeir tryggðu sér sæti í Pepsi Max
Grótta eru Inkasso meistarar 2019
Grótta eru Inkasso meistarar 2019
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Það var nú heldur betur fagnað í leikslok er Grótta urðu Inkasso deildarmeistarar í dag eftir 4-0 sigur á Haukum í lokaumferðinni. Þetta er í fyrsta skipti sem Grótta leikur í deild þeirra bestu. Grótta gerði það merka afrek að fara upp úr 2.deild í fyrra og fóru svo aftur upp deild í ár, þess má einnig geta að Grótta endaði í öðru sæti í 2. deildinni en enduðu efstir í Inkasso, hreinlega magnaður árangur hjá þessu unga liði.

Leikurinn var nokkuð jafn þrátt fyrir að Grótta skoraði 4 mörk en Haukar fengu mörg færi til að skora í leiknum en ekkert gekk. Mörk Gróttu skoruðu Orri Steinn Óskarsson, Óliver Dagur Thorlacius, Pétur Theódór Árnason og Sölvi Björnsson.

Gróttu var spáð 9. sæti fyrir tímabilið af okkur hjá Fótbolta.net og lét Grótta alla fjölmiðlamenn líta illa út með að vinna þessa spennandi Inkasso deild 2019, ekki margir sem bjuggust við því.


Lestu um leikinn: Grótta 4 -  0 Haukar

Eftir leik var mikið fagnað, er sjálfur nokkuð viss um að slegið var áhorfendamet í dag á Vivaldi-vellinum og jafnvel áhorfendamet í 1. deild frá upphafi en það var allt troðfullt, frábær stuðningur sem Grótta fékk í sumar. Grótta bauð upp á flugeldasýningu strax eftir leik og varð allt vitlaust eftir það, svo lyfti Grótta titlinum og menn böðuðu sig í Pepsi-Max.

Stórkostleg afrek hjá Gróttu, til hamingju leikmenn Gróttu, stuðningsmenn, þjálfarar og allt Seltjarnarnes.
Athugasemdir
banner
banner
banner