Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   lau 21. september 2019 20:48
Arnar Laufdal Arnarsson
Sjáðu flugeldasýningu og fögnuð Gróttu eftir að þeir tryggðu sér sæti í Pepsi Max
Grótta eru Inkasso meistarar 2019
Grótta eru Inkasso meistarar 2019
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Það var nú heldur betur fagnað í leikslok er Grótta urðu Inkasso deildarmeistarar í dag eftir 4-0 sigur á Haukum í lokaumferðinni. Þetta er í fyrsta skipti sem Grótta leikur í deild þeirra bestu. Grótta gerði það merka afrek að fara upp úr 2.deild í fyrra og fóru svo aftur upp deild í ár, þess má einnig geta að Grótta endaði í öðru sæti í 2. deildinni en enduðu efstir í Inkasso, hreinlega magnaður árangur hjá þessu unga liði.

Leikurinn var nokkuð jafn þrátt fyrir að Grótta skoraði 4 mörk en Haukar fengu mörg færi til að skora í leiknum en ekkert gekk. Mörk Gróttu skoruðu Orri Steinn Óskarsson, Óliver Dagur Thorlacius, Pétur Theódór Árnason og Sölvi Björnsson.

Gróttu var spáð 9. sæti fyrir tímabilið af okkur hjá Fótbolta.net og lét Grótta alla fjölmiðlamenn líta illa út með að vinna þessa spennandi Inkasso deild 2019, ekki margir sem bjuggust við því.


Lestu um leikinn: Grótta 4 -  0 Haukar

Eftir leik var mikið fagnað, er sjálfur nokkuð viss um að slegið var áhorfendamet í dag á Vivaldi-vellinum og jafnvel áhorfendamet í 1. deild frá upphafi en það var allt troðfullt, frábær stuðningur sem Grótta fékk í sumar. Grótta bauð upp á flugeldasýningu strax eftir leik og varð allt vitlaust eftir það, svo lyfti Grótta titlinum og menn böðuðu sig í Pepsi-Max.

Stórkostleg afrek hjá Gróttu, til hamingju leikmenn Gróttu, stuðningsmenn, þjálfarar og allt Seltjarnarnes.
Athugasemdir