Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
   mán 21. september 2020 23:17
Kristófer Jónsson
Brynjar Björn: Sanngjörn úrslit
Brynjar Björn sendi pillu á dómara.
Brynjar Björn sendi pillu á dómara.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, var nokkuð léttur eftir 1-1 jafntefli sinna manna gegn Víking R. í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

„Þetta var fjörugur leikur. Bæði lið voru að spila skemmtilegan fótbolta og það var mikill hraði í þessu og 1-1 sennilega sanngjörn úrslit miðað við færi sem bæði lið fengu." sagði Brynjar eftir leik.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  1 HK

Staðan var markalaus þegar að flautað var til hálfleiks en þá höfðu bæði lið fengið nokkur góð færi til að skora.

„Við náðum að setja ágætis pressu á þá hátt uppá vellinum og náðum að koma okkur í góðar stöður en við vorum ekki alveg nógu klókir til að binda endahnútinn í því uppspili að skora mark. En þetta var opinn leikur og ef okkar varnarvinna var ekki góð hefðu þeir skorað mark. Þetta var svolítið fram og til baka."

Valgeir Valgeirsson, leikmaður HK, fékk snemma leiks að líta gula spjaldið fyrir leikaraskap þegar að hann féll við í vítateig Víkinga.

„Ég held að það séu kominn óteljandi atvik þar sem að Valgeir hefur verið spjaldaður fyrir leikaraskap en svo hefur það sýnt sig í sjónvarpinu að það hefur verið snerting. Þannig að hann sé að fá annað gult spjald fyrir dýfu í dag er bara glórulaust. Dómarar verða aðeins að fara að róa sig í þessu. Það er vont fyrir alla að það sé verið að spjalda í gríð og erg." sagði Brynjar Björn um atvikið.

Nánar er rætt við Brynjar Björn í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner