Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   mán 21. september 2020 23:17
Kristófer Jónsson
Brynjar Björn: Sanngjörn úrslit
Brynjar Björn sendi pillu á dómara.
Brynjar Björn sendi pillu á dómara.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, var nokkuð léttur eftir 1-1 jafntefli sinna manna gegn Víking R. í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

„Þetta var fjörugur leikur. Bæði lið voru að spila skemmtilegan fótbolta og það var mikill hraði í þessu og 1-1 sennilega sanngjörn úrslit miðað við færi sem bæði lið fengu." sagði Brynjar eftir leik.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  1 HK

Staðan var markalaus þegar að flautað var til hálfleiks en þá höfðu bæði lið fengið nokkur góð færi til að skora.

„Við náðum að setja ágætis pressu á þá hátt uppá vellinum og náðum að koma okkur í góðar stöður en við vorum ekki alveg nógu klókir til að binda endahnútinn í því uppspili að skora mark. En þetta var opinn leikur og ef okkar varnarvinna var ekki góð hefðu þeir skorað mark. Þetta var svolítið fram og til baka."

Valgeir Valgeirsson, leikmaður HK, fékk snemma leiks að líta gula spjaldið fyrir leikaraskap þegar að hann féll við í vítateig Víkinga.

„Ég held að það séu kominn óteljandi atvik þar sem að Valgeir hefur verið spjaldaður fyrir leikaraskap en svo hefur það sýnt sig í sjónvarpinu að það hefur verið snerting. Þannig að hann sé að fá annað gult spjald fyrir dýfu í dag er bara glórulaust. Dómarar verða aðeins að fara að róa sig í þessu. Það er vont fyrir alla að það sé verið að spjalda í gríð og erg." sagði Brynjar Björn um atvikið.

Nánar er rætt við Brynjar Björn í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner