Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   mán 21. september 2020 23:17
Kristófer Jónsson
Brynjar Björn: Sanngjörn úrslit
Brynjar Björn sendi pillu á dómara.
Brynjar Björn sendi pillu á dómara.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, var nokkuð léttur eftir 1-1 jafntefli sinna manna gegn Víking R. í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

„Þetta var fjörugur leikur. Bæði lið voru að spila skemmtilegan fótbolta og það var mikill hraði í þessu og 1-1 sennilega sanngjörn úrslit miðað við færi sem bæði lið fengu." sagði Brynjar eftir leik.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  1 HK

Staðan var markalaus þegar að flautað var til hálfleiks en þá höfðu bæði lið fengið nokkur góð færi til að skora.

„Við náðum að setja ágætis pressu á þá hátt uppá vellinum og náðum að koma okkur í góðar stöður en við vorum ekki alveg nógu klókir til að binda endahnútinn í því uppspili að skora mark. En þetta var opinn leikur og ef okkar varnarvinna var ekki góð hefðu þeir skorað mark. Þetta var svolítið fram og til baka."

Valgeir Valgeirsson, leikmaður HK, fékk snemma leiks að líta gula spjaldið fyrir leikaraskap þegar að hann féll við í vítateig Víkinga.

„Ég held að það séu kominn óteljandi atvik þar sem að Valgeir hefur verið spjaldaður fyrir leikaraskap en svo hefur það sýnt sig í sjónvarpinu að það hefur verið snerting. Þannig að hann sé að fá annað gult spjald fyrir dýfu í dag er bara glórulaust. Dómarar verða aðeins að fara að róa sig í þessu. Það er vont fyrir alla að það sé verið að spjalda í gríð og erg." sagði Brynjar Björn um atvikið.

Nánar er rætt við Brynjar Björn í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner