Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   mán 21. september 2020 23:17
Kristófer Jónsson
Brynjar Björn: Sanngjörn úrslit
Brynjar Björn sendi pillu á dómara.
Brynjar Björn sendi pillu á dómara.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, var nokkuð léttur eftir 1-1 jafntefli sinna manna gegn Víking R. í Pepsi Max-deildinni í kvöld.

„Þetta var fjörugur leikur. Bæði lið voru að spila skemmtilegan fótbolta og það var mikill hraði í þessu og 1-1 sennilega sanngjörn úrslit miðað við færi sem bæði lið fengu." sagði Brynjar eftir leik.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  1 HK

Staðan var markalaus þegar að flautað var til hálfleiks en þá höfðu bæði lið fengið nokkur góð færi til að skora.

„Við náðum að setja ágætis pressu á þá hátt uppá vellinum og náðum að koma okkur í góðar stöður en við vorum ekki alveg nógu klókir til að binda endahnútinn í því uppspili að skora mark. En þetta var opinn leikur og ef okkar varnarvinna var ekki góð hefðu þeir skorað mark. Þetta var svolítið fram og til baka."

Valgeir Valgeirsson, leikmaður HK, fékk snemma leiks að líta gula spjaldið fyrir leikaraskap þegar að hann féll við í vítateig Víkinga.

„Ég held að það séu kominn óteljandi atvik þar sem að Valgeir hefur verið spjaldaður fyrir leikaraskap en svo hefur það sýnt sig í sjónvarpinu að það hefur verið snerting. Þannig að hann sé að fá annað gult spjald fyrir dýfu í dag er bara glórulaust. Dómarar verða aðeins að fara að róa sig í þessu. Það er vont fyrir alla að það sé verið að spjalda í gríð og erg." sagði Brynjar Björn um atvikið.

Nánar er rætt við Brynjar Björn í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner