Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 21. september 2022 15:30
Elvar Geir Magnússon
Cannavaro í sitt fyrsta þjálfarastarf á Ítalíu (Staðfest)
Fabio Cannavaro.
Fabio Cannavaro.
Mynd: Getty Images
Fabio Cannavaro er orðinn stjóri ítalska B-deildarliðsins Benevento en þetta er hans fyrsta þjálfarastarf á Ítalíu.

Cannavaro varð heimsmeistari með Ítalíu 2006 en hans þjálfareynsla kemur frá Kína þar sem hann stýrði Guangzhou Evergrande og Tianjin Quanjian. Hann vann kínverska titilinn og bikarinn.

Cannavaro tekur við Benevento af Fabio Caserta. Liðið er í þrettánda sæti B-deildarinnar og samningur Cannavaro til tveggja ára.

Hann var magnaður varnarmaður og vann Ballon d'Or gullknöttinn 2006. Á leikmannaferlinum lék hann með Napoli, Parma, Inter, Juventus, Real Madrid og Al Ahli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner