Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 21. september 2022 12:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Valur hefur metnað og áhuga á kvennaliðinu"
Þórdís Hrönn lék með KR sumarið 2020.
Þórdís Hrönn lék með KR sumarið 2020.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik KR og Vals í sumar.
Úr leik KR og Vals í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ekki verið gott sumar hjá KR.
Ekki verið gott sumar hjá KR.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Leikmenn og þjálfarar kvennaliðs KR hafa síðustu daga lýst yfir óánægju með umgjörð í kringum liðið.

KR, sem á að vera stórveldi í íslenskum fótbolta, er fallið úr Bestu deildinni eftir að hafa komist upp í deildina á nýjan leik með sigri í Lengjudeildinni á síðasta ári.

Eftir 3-5 tap gegn Selfossi á dögunum fór Rebekka Sverrisdóttir, fyrirliði KR, í viðtal við RÚV þar sem hún talaði um slaka umgjörð í kringum liðið.

„Yfirhöfuð finnst mér vanta vilja og metnað til að gera hlutina vel. Mér finnst mikið talað og lítið gert. Þetta eru allir litlu hlutirnir. Aðstæður sem við höfum hérna í KR," sagði Rebekka og bætti jafnframt við:

„Það er rosalega margt sem mér finnst að. Hugarfar og mér finnst vanta að það sé staðið við orðin að þau vilji allt fyrir okkur gera."

Það var rætt um það í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport fyrr í þessari viku að þessi umræða hefði staðið yfir lengi, þetta væri ekki nýtt á nálinni. Og það virðist vera raunin.

Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, sem spilaði með KR árið 2020, segir samhljóm í því sem hún heyrir núna um KR og hvernig hlutirnir voru þegar hún var leikmaður þar.

Þórdís er í dag leikmaður Vals - sem er á toppnum í Bestu deildinni - og segir hún mikinn mun á því hvernig staðið er að hlutum hjá félögunum tveimur.

„Já, mér finnst mikill munur. Valur hefur metnað og áhuga á kvennaliðinu," segir Þórdís.

„Þegar ég lék með KR fannst mér skorta meiri metnað í samanburði við karlaliðið. Að mörgu leyti finnst mér samhljómur í því sem ég heyri af hjá KR nú um stundir og þegar ég var leikmaður þar. Samanburður hjá Val í dag og KR á þeim tíma er ég var þar er ólíkur; umgjörðin hjá Val er mun betri og á öðru 'leveli' - Val í vil."

Aðrir fyrrum leikmenn blandað sér í umræðuna
Það hafa aðrir fyrrum leikmenn stigið fram og gagnrýnt þá umgjörð sem hefur verið hjá kvennaliði KR í gegnum árin.

Ingunn Haraldsdóttir, sem var lengi vel fyrirliði liðsins, tjáði sig á Twitter þar sem hún svaraði Páli Kristjánssyni, formanni KR, í kjölfarið á viðtali sem hann fór í hjá Stöð 2. Páll gaf lítið fyrir þá umræðu að KR sýni karlaliðinu meiri áhuga en kvennaliðinu.

„Get ekki orða bundist. Að fullyrða að aðstaða og aðbúnaður sé sá sami hjá kk og kvk liði félagsins, að láta eins og þessi umræða hafi ekki komið á hans borð fyrr og klína þessu á slæmt gengi liðsins, er í besta falli kjánalegt," skrifar Ingunn.

Sigrún Inga Ólafsdóttir, sem var hjá KR frá 2011 til 2017, tjáir sig einnig um málið. „Þegar ég var leikmaður KR fyrir 6 árum síðan var ýmsu ábótavant í kringum kvennaliðið, sem leikmenn voru duglegar að gagnrýna. Frábært að sjá að klúbburinn tók það allt til sín og umgjörðin orðin tip top. Eða bíddu nei…"

Þá hafa leikmenn sem tengjast KR ekki skorað á félagið að gera betur. „KR gerið betur, þær eiga miklu meira skilið en þetta," skrifar Jasmín Erla Ingadóttir, markahæsti leikmaður Bestu deildarinnar, á Twitter.

Þetta er svo sannarlega ekki skemmtileg umræða fyrir KR-inga, en leikmenn og þjálfarar eru greinilega ósátt við það hvernig hefur verið staðið að málum á Meistaravöllum. Nú er um að gera fyrir stórveldið sem KR á að vera að bæta úr því.

Sjá einnig:
Blómstrað í besta liði landsins - „Vissi að ég ætti mikið inni"
Heyrðist vel er þjálfari KR lét býsna athyglisverð ummæli falla
„Þegar þeir voru í Evrópukeppni þá komst kvennaliðið ekki á æfingu"
„Það hefur ekkert breyst þarna í alltof mörg ár"
Kalli ósáttur við stjórn KR - „Finnst bara að í eins stóru félagi eigi þessir hlutir að vera í lagi"




Athugasemdir
banner
banner
banner