
Góðan og gleðilegan daginn, við óskum Breiðabliki góðs gengis í Sambandsdeildinni í kvöld. Sancho, Rodrygo, Palhinha, Kane, Son, Ekitike, Bobb og fleiri í slúðurpakkanum.
Borussia Dortmund hefur engan áhuga á að kaupa vængmanninn Jadon Sancho (23) aftur til félagsins frá Manchester United. (Bild)
Vond byrjun Manchester United hefur ekki hjálpað til við að sannfæra Sir Jim Ratcliffe eða Sjeik Jassim til að hækka tilboð sín og fara nær verðmiða Glazer fjölskyldunnar. (Daily Mail)
Liverpool hefur áhuga á að fá brasilíska vængmanninn Rodrygo (22) frá Real Madrid ef egypski framherjinn Mohamed Salah (31) yfirgefur félagið í janúar. (Fichajes)
Portúgalski miðjumaðurinn Joao Palhinha (28) er ekki með neitt riftunarákvæði í nýjum samningi sínum við Fulham. Enska félagið getur því farið fram á hærra tilboð ef Bayern München reynir aftur við hann í næsta glugga. (Football Insider)
Kaupréttur Tottenham á Harry Kane (30) gefur þeim aðeins rétt á að jafna öll tilboð sem koma í enska landsliðsmanninn ef hann snýr aftur í ensku úrvalsdeildina. (Daily Mail)
Óvíst er talið hvort Kane telji sig geta unnið með Daniel Levy, stjórnarformanni Tottenham, aftur. (Telegraph)
Tottenham er tilbúið að bjóða Suður-kóreska framherjanum Son Heung-min (31) nýjan samning og framlengja dvöl hans í norður-London til 2025. (90min)
Chelsea mun fá 400 milljóna punda innspýtingu frá bandaríska fjárfestingafyrirtækinu Ares Management sem mun verða nýtt í vinnu við nýjan leikvang og önnur verkefni. (Telegraph)
Manchester City gæti landað argentínska vinstri bakverðinum Valentin Barco (19) frá Boca Juniors fyrir um 15 milljónir punda í janúar. (Football Insider)
City er einnig að tryggja sér enska U17 landsliðsmiðjumanninn Divine Mukasa (16) frá West Ham. (Fabrizio Romano)
Manchester City hafnaði lánstilboðum frá Ajax og Porto í norska framherjann Oscar Bobb (20). (Telegraph)
Hugo Ekitike (21) er tilbúinn að berjast fyrir framtíð sinni hjá Paris St-Germain en franski framherjinn er meðvitaður um áhuga frá enskum úrvalsdeildarfélögum; meðal annars Crystal Palace, Brentford, Everton, West Ham og Wolves. (90min)
Huddersfield Town er að ráða Darren Moore (49), fyrrum stjóra Sheffield Wednesday, sem nýjan stjóra eftir að leiðir félagsins og Neil Warnock skildu. (Sun)
Vincenzo Montella (49) fyrrum sóknarmaður ítalska landsliðsins er að taka við sem landsliðsþjálfari Tyrklands. (Fabrizio Romano)
Manchester United er að verðlauna enska framherjann Joe Hugill (19) með nýjum samningi eftir öflugt undirbúningstímabil. (Manchester Evening News)
Óttast er að Lionel Messi (36), leikmaður Inter Miami, missi af bandaríska bikarúrslitaleiknum gegn Houston Dynamo í næstu viku vegna meiðsla. (BBC)
Athugasemdir