Davies, Dibling, Wharton, Zirkzee, Tah og fleiri góðir koma við sögu
   fim 21. september 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Müller kom sér í fámennan hóp
Mynd: Getty Images
Þýski sóknartengiliðurinn Thomas Müller vann sinn 100. leik í Meistaradeild Evrópu í gær.

Müller kom inn af bekknum í 4-3 sigri Bayern á Manchester United í München í gærkvöldi og varð þar með aðeins þriðji leikmaðurinn til að ná þessum áfanga.

Cristiano Ronaldo og Iker Casillas voru þeir einu sem höfðu afrekað þetta áður en Müller kom sér í hópinn í gær.

Ronaldo hefur unnið 115 Meistaradeildarleiki en Casillas 101 leik.


Athugasemdir
banner
banner
banner