Þýski sóknartengiliðurinn Thomas Müller vann sinn 100. leik í Meistaradeild Evrópu í gær.
Müller kom inn af bekknum í 4-3 sigri Bayern á Manchester United í München í gærkvöldi og varð þar með aðeins þriðji leikmaðurinn til að ná þessum áfanga.
Cristiano Ronaldo og Iker Casillas voru þeir einu sem höfðu afrekað þetta áður en Müller kom sér í hópinn í gær.
Ronaldo hefur unnið 115 Meistaradeildarleiki en Casillas 101 leik.
Thomas Müller becomes the third player in Champions League history to reach 100 wins in the competition after Cristiano Ronaldo (115) and Iker Casillas (101) pic.twitter.com/sFPVn2rxtH
— Bayern & Germany (@iMiaSanMia) September 20, 2023
Athugasemdir