Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mið 21. október 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bruno Martini látinn
Bruno Martini, sem var landsliðsmarkvörður hjá Frakklandi frá 1987 til 1996, er látinn 58 ára að aldri.

Martini fékk hjartaáfall í síðustu viku og lést hann í gær.

Fótboltaferilinn varði hann mestum hjá Auxerre og Montpellier, ásamt því að hann spilaði 31 A-landsleik fyrir Frakkland.

Eftir 18 ára feril sem leikmaður gerðist hann markvarðarþjálfari og var hann markvarðarþjálfari hjá franska landsliðinu sem vann EM 2000 og endaði í öðru sæti á HM 2006.

„Í dag syrgir franski fótboltinn einn sinn besta markvörð í sögunni og einn dyggasta þjón Montpellier, innan vallar sem utan," sagði í tilkynningu frá Montpellier.

„Hvíl í friði Bruno, við söknum þín nú þegar."


Athugasemdir
banner
banner