Bruno Martini, sem var landsliðsmarkvörður hjá Frakklandi frá 1987 til 1996, er látinn 58 ára að aldri.
Martini fékk hjartaáfall í síðustu viku og lést hann í gær.
Fótboltaferilinn varði hann mestum hjá Auxerre og Montpellier, ásamt því að hann spilaði 31 A-landsleik fyrir Frakkland.
Eftir 18 ára feril sem leikmaður gerðist hann markvarðarþjálfari og var hann markvarðarþjálfari hjá franska landsliðinu sem vann EM 2000 og endaði í öðru sæti á HM 2006.
„Í dag syrgir franski fótboltinn einn sinn besta markvörð í sögunni og einn dyggasta þjón Montpellier, innan vallar sem utan," sagði í tilkynningu frá Montpellier.
„Hvíl í friði Bruno, við söknum þín nú þegar."
Bruno Martini, who represented @FrenchTeam 31 times and went on to serve as Les Bleus' goalkeeping coach, has died at the age of 58.
— FIFA.com (@FIFAcom) October 20, 2020
Our thoughts are with his loved ones at this sad time. pic.twitter.com/uTVo1SFx3G
Athugasemdir