„Leikmenn sem eru búnir að æfa í nokkra daga geta ekki farið að spila 8. nóvember. Það er bara of lítið," segir Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri ÍTF, í samtali við útvarpsþáttinn Harmageddon á X977.
Félög á höfuðborgarsvæðinu mega ekki fara í fótboltaæfingar eins og staðan er núna en takmarkanirnar eiga að gilda til 3. nóvember. Stefnan er að Íslandsmótið fari aftur af stað í næsta mánuði.
Birgir segir að ekki hafi verið nein átök innan ÍTF, sem eru hagsmunasamtök félaga í tveimur efstu deildum, um hvort mótið verði klárað.
„Langflestir vilja að mótið sé klárað en menn vilja að það sé klárað á skynsamlegan og faglegan hátt. Um það snýst málið, öll félögin utan höfuðborgarsvæðisins fá að æfa. Það verður að leysa þann hnút. Félögin verða að fá öll að æfa og sitja öll við sama borð."
Félög á höfuðborgarsvæðinu mega ekki fara í fótboltaæfingar eins og staðan er núna en takmarkanirnar eiga að gilda til 3. nóvember. Stefnan er að Íslandsmótið fari aftur af stað í næsta mánuði.
Birgir segir að ekki hafi verið nein átök innan ÍTF, sem eru hagsmunasamtök félaga í tveimur efstu deildum, um hvort mótið verði klárað.
„Langflestir vilja að mótið sé klárað en menn vilja að það sé klárað á skynsamlegan og faglegan hátt. Um það snýst málið, öll félögin utan höfuðborgarsvæðisins fá að æfa. Það verður að leysa þann hnút. Félögin verða að fá öll að æfa og sitja öll við sama borð."
Máni Pétursson spurði hvort niðurstaðan úr síðustu umferðunum geti talist marktæk í ljósi þess að mörg félög hafi sent erlenda leikmenn heim.
„Allt þetta tímabil hefur verið, ég ætla ekki að segja þvæla, en þetta er þriðja stoppið okkar. Að því gefnu að lið fái að æfa þá getum við sagt að þau sitji við sama borð. Auðvitað hafa einhver félög sent erlenda leikmenn heim, aðallega í neðri deildum, en það er ákvörðun hjá félögunum og voðalega lítið sem er hægt að gera í því."
„Menn hafa miklar áhyggjur af æfingaleysi. Það er langstærsti faktorinn sem er til umræðu núna. Lið verða að fá að æfa með eðlilegum hætti og undirbúa sig undir leiki þar sem kannski allt er undir, kannski Evrópusæti og margar milljónir. Þetta snýst líka um hagsmuni leikmanna. Við erum með leikmenn á ýmsum aldri og það er erfitt að keyra þetta í gang í þriðja skipti," segir Birgir í Harmageddon.
Hann telur líklegt að ef ekki verður létt á takmörkunum þann 3. nóvember verði mótið flautað af.
„Þá sé ég ekki hvernig á að vera hægt að klára þetta, án þess að vilja fullyrða of mikið. Ef við fáum ekki að byrja að æfa eða spila í byrjun nóvember þá ætti þetta að vera dautt. Lið verða að fá að æfa og það er algjör lykill."
Athugasemdir