Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   mið 21. október 2020 21:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tók Vinicius aðeins 15 sekúndur að skora
Vinicius Junior setti met eftir að hann kom inn á sem varamaður í leik Real Madrid og Shakhtar Donetsk í Meistaradeild Evrópu á þessu miðvikudagskvöldi.

Tvítugi Brasilíumaðurinn kom inn á sem varamaður á 59. mínútu og 15 sekúndum síðar var hann búinn að skora.

Þetta er nýtt met frá því að Opta hóf mælingar tímabilið 2006/07, en varamaður hefur aldrei verið fljótari að skora í leik í Meistaradeildinni.

Mark Vinicius má sjá hérna.

Því miður fyrir Vinicius þá skipti markið litlu máli í stóra samhenginu því Real Madrid tapaði leiknum.


Athugasemdir