Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   lau 21. nóvember 2020 19:22
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Man Utd og WBA: Fyrsti deildarleikur Telles
Manchester United mætir WBA í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en leikurinn fer fram á Old Trafford. Alex Telles spilar fyrsta deildarleik sinn fyrir United.

Telles hefur verið frá eftir að hafa verið með kórónuveiruna en hann kom til félagsins frá Porto í síðasta mánuði.

Nemanja Matic byrjar þá á miðjunni hjá United í stað Scott McTominay. Paul Pogba er ekki í hópnum hjá United.

Man Utd: De Gea; Wan-Bissaka, Lindelof, Maguire, Telles; Fred, Matic; Mata, Fernandes, Rashford; Martial

WBA: Johnstone; C Townsend, Bartley, Ivanovic, Ajayi, Furlong; Diangana, Gallagher, Sawyers, M Pereira; Grant
Athugasemdir
banner
banner