Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 21. nóvember 2021 16:03
Brynjar Ingi Erluson
England: Everton auðveld bráð fyrir Englandsmeistarana
Raheem Sterling skoraði í 300. úrvalsdeildarleiknum sínum
Raheem Sterling skoraði í 300. úrvalsdeildarleiknum sínum
Mynd: EPA
Bernardo Silva gerði þriðja mark Man City
Bernardo Silva gerði þriðja mark Man City
Mynd: EPA
Manchester City 3 - 0 Everton
1-0 Raheem Sterling ('44 )
2-0 Rodri Hernandez ('55 )
3-0 Bernardo Silva ('86 )

Manchester City vann nokkuð auðveldan sigur á Everton á Etihad-leikvanginum í dag, 3-0. City fer upp í 2. sæti deildarinnar með sigrinum.

Leikurinn var einstefna frá fyrstu mínútu. Heimamenn voru skapandi en vantaði þó herslumuninn á að klára færin svona framan af fyrri hálfleiknum.

VAR tók vítaspyrnu af City eftir hálftímaleik. Sterling féll í teignum eftir viðskipti sín við Michael Keane og var bent á punktinn en síðar var dómurinn tekinn til baka eftir skoðun frá VAR.

Tíu mínútum síðar kom fyrsta mark heimamanna eftir stórkostlega sendingu Joao Cancelo á Raheem Sterling. Hann sendi boltann með utanfótarsnuddu inn fyrir á Sterling sem kláraði af stuttu færi.

Rodri bætti við öðru marki á 55. mínútu. Boltinn var hreinsaður út fyrir teiginn á Rodri sem þrumaði honum í efst í vinstra hornið og City með tveggja marka forystu.

Sterling fékk gullið tækifæri til að gera annað mark sitt í leiknum er Riyad Mahrez lagði boltann fyrir Sterling sem var einn gegn opnu marki en brást bogalistin.

Sigurinn var aldrei í hættu en Bernardo Silva gerði þó eitt mark til viðbótar til að gulltryggja stigin þrjú. Lokatölur 3-0 og City komið í 2. sæti með 26 stig, þremur stigum á eftir Chelsea. Everton er í 11. sæti með 15 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner