Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 21. nóvember 2022 09:28
Elvar Geir Magnússon
Ronaldo: Ég tjái mig þegar ég vil tjá mig
Cristiano Ronaldo á æfingu með Portúgal.
Cristiano Ronaldo á æfingu með Portúgal.
Mynd: Getty Images
Það kom á óvart þegar Cristiano Ronaldo mætti á fréttamannafund hjá portúgalska landsliðinu í dag, það hafði ekki verið tilkynnt hvaða leikmaður myndi mæta. Á fundinum sagði hann að umtalað viðtal sitt við Piers Morgan muni ekki hafa nein áhrif á portúgalska landsliðið á HM.

„Í mínu lífi er besta tímasetningin alltaf minn tími. Ég þarf ekki að hugsa um hvað öðrum finnst. Ég tjái mig þegar ég vil tjá mig. Samherjar mínir þekkja mig vel og vita hvernig persóna ég er," segir Ronaldo.

Hann gagnrýndi allt og alla hjá Manchester United í viðtalinu við Morgan, sagðist meðal annars ekki bera neina virðingu fyrir stjóranum Erik ten Hag. United er að leita leiða til að losa portúgölsku stjörnuna frá félaginu. Hann á sjö mánuði eftir af samningi sínum.

Hann segir að viðtalið hafi ekki nein áhrif inn í portúgalska hópinn.

„Þetta er metnaðarfullur hópur sem er hungraður og einbeittur. Ég er viss um að þetta viðtal hefur engin áhrif á einbeitingu hópsins," segir Ronaldo sem hefur ekki spilað síðan hann var með fyrirliðaband United í 3-1 tapi gegn Aston Villa þann 6. nóvember.

„Mér líður virkilega vel, ég var veikur en er búinn að ná bata. Ég er að ofa vel og er tilbúinn að hefja HM á besta mögulega hátt. Portúgalski hópurinn hefur mikil gæði og ég hef fulla trú á því að við getum unnið þetta mót. Nú einbeitum við okkur að fyrsta leik gegn Gana og svo koll af kolli. Ég hef trú á því að Portúgal sé besta lið HM en við þurfum að sýna það á vellinum."

Portúgal mætir Gana á fimmtudag en liðið er einnig í riðli með Suður-Kóreu og Úrúgvæ.
Athugasemdir
banner
banner
banner