De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri í pakka dagsins
banner
   þri 21. nóvember 2023 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
San Marínó setti jákvætt met
Mynd: Getty Images
San Marínó braut blað í sögu sinni í gær þegar liðið tapaði 2-1 gegn Finnlandi í undankeppni EM.

San Marinó endaði undankppnina án stiga. Síðast, og í eina skipti í sögu liðsins, fékk liðið stig í undankeppni EM þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn Eistlandi árið 2014.

Markatalan í undankeppninni var þrjú mörk skoruð og 31 mark fengið á sig.

Fyrir leikinn í gær hafði San Marínó skorað í tveimur leikjum í röð í fyrsta sinn í átján ár.

Með vítaspyrnumarki Filippo Berardi á 97. mínútu náði liðið að skora í þremur leikjum í röð í fyrsta sinn í sögu landsliðsins.

San Marínó er í neðsta sæti FIFA listans.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner