De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri í pakka dagsins
   þri 21. nóvember 2023 11:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Unnar Ari í KFK (Staðfest)
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Unnar Ari Hansson hefur fengið félagaskipti frá KFA til KFK. Unnar var fyrirliði KFA í sumar sem rétt missti af sæti í Lengjudeildinni.

Hann er 25 ára og uppalinn í Fjarðabyggð/Leikni. Hann lék með Þrótti Vogum tímabilin 2021 og 2022.

Unnar lék 21 af 22 deildarleikjum KFA í sumar. Hann gengur í raðir KFK sem verður í 3. deild á komandi tímabili.

„Það verða breytingar á hópnum hjá okkur. Við missum nokkra lykilmenn úr byrjunarliðinu, nokkra af okkar sterkustu leikmönnum. Við þurfum að fylla þau skörð og það verður gert," sagði Mikael Nikulásson, þjálfari KFA, í viðtali við Fótbolta.net í gær.

„Við missum Unnar sem var fyrirliði hjá okkur og mjög mikilvægurr. Við missum einnig tvo Spánverja; miðjumann og hafsent. Svo einhverja nokkra í viðbót. Við þurfum að fylla þessi skörð og það er byrjað að vinna í því. Við erum ekki að fara mæta með slakara lið (til leiks)," sagði Mikael.
Mikael Nikulásson: Ætlum að keyra þetta í gang
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner