Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 22. janúar 2020 08:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bendlaður við morðtilræði á fyrrum liðsfélaga en harðneitar
Raul Bravo.
Raul Bravo.
Mynd: Getty Images
Raul Bravo, fyrrum varnarmaður Real Madrid, neitar ásökunum um að hafa verið á bak við skotárás sem Darko Kovacevic, fyrrum liðsfélagi hans, lenti í fyrr í þessum mánuði.

Bravo og Kovacevic voru liðsfélagar hjá Olympiakos í Grikklandi frá 2007 til 2009.

Kovacevic slapp lítið meiddur úr skotárásinni en hann þurfti þó að leita á sjúkrahús til að skoða sár á hnénu. Kovacevic á heimili í Aþenu og hann var á leið út þegar tveir menn biðu hans og annar þeirra skaut hann í hnéð.

Í serbneskum fjölmiðlum beindust spjótin að Bravo og var hann ásakaður um að hafa verið á bak við árásina.

Bravo var handtekinn ásamt nokkrum öðrum á síðasta ári í tengslum við yfirgripsmikla rannsókn á veðmálasvindli og hagræðingu úrslita í tveimur efstu deildunum í fótbolta karla á Spáni. La Gazzetta dello Sport á Ítalíu hefur fjallað um það að það gætu verið tengsl á milli árásarinnar á Kovacevic og handtökunnar á síðasta ári.

Bravo hefur svarað fyrir sig. Hann sagði: „Tímarit í Serbíu sagði frá því að ég hefði pantað morðið á Kovacevic. Ég var mjög hissa," sagði Bravo við Radio Marca's 'A Diario'.

„Það eina sem skiptir máli fyrir þau er að selja tímarit, og það selur meira ef þau segja að ég hafi viljað drepa Darko. Þetta er klikkuð saga, algjört bull."

Hann segir að sambandið á milli sín og Kovacevic sé frábært og sagan um að hann hafi verið hugsuðurinn á bak við árásina sé algjör uppspuni.

Bravo er 38 ára gamall og er hvað þekktastur fyrir tíma sinn hjá Real Madrid. Bravo, sem á 14 A-landsleiki fyrir Spán, lék einnig nokkra leiki fyrir Leeds á Englandi 2002/03 tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner