banner
   mið 22. janúar 2020 19:37
Aksentije Milisic
Chelsea sagt hafa boðið í Cavani
Cavani fagnar.
Cavani fagnar.
Mynd: Getty Images
Daily Mail greinir frá því í dag að Chelsea sé búið að bjóða í Edison Cavani og reynir félagið að fá hann á láni út tímabilið. Cavani, sem hefur lítið fengið að spila hjá PSG á þessu tímabili, hefur óskað eftir því að komast burt en samningur hans rennur út í sumar.

Chelsea er sagt hafa boðið PSG fimm milljónir punda til að fá Cavani á láni út tímabilið og þá hefur liðið einnig boðist til þess að greiða launin hans Cavani, sem eru hvorki meiri né minni en 360 þúsund pund á viku.

PSG er sagt vilja selja leikmanninn frekar en að lána hann en félagið neitaði tilboði Atletico Madrid í Cavani. Samkvæmt föður Cavani þá vill hann fara til Atletico Madrid en PSG sér fram á það að ná að selja Cavani á allt að 23 milljónir punda, frekar en að lána hann út tímabilið.

„Hann er frábær leikmaður. Ég spilaði gegn honum og hef alltaf hrifist af hugafari hans og viðhorfi. Fjöldi marka sem hann hefur skorað á ferlinum talar sínu máli," sagði Frank Lampard, stjóri Chelsea, um Cavani.

„Ungu leikmennirnir okkar þurfa stundum hjálp og það að fá inn reyslumikinn leikmann er eitthvað sem ég myndi alls ekki útiloka."

Cavani hefur skorað 136 mörk í 195 leikjum fyrir PSG en hann kom þangað frá Napoli árið 2013.


Athugasemdir
banner
banner
banner