Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 22. janúar 2021 17:30
Magnús Már Einarsson
Verður gaman að sjá Ödegaard í ensku úrvalsdeildinni
Mynd: Getty Images
Norski miðjumaðurinn Martin Ödegaard er líklega á leið til Arsenal á láni út tímablið. Hinn 22 ára gamli Ödegaard vakti mikla athygli þegar hann skaust fram á sjónarsviðið með Stromsgödset árið 2015.

Real Madrid keypti Ödegaard í kjölfarið en hann hefur ekki náð að brjóta sér almennilega leið inn í liðið þar.

„Það verður ofboðslega gaman að sjá hann í ensku deildinni," sagði Orri Freyr Rúnarsson í hlaðvarpsþættinum „Enski boltinn" á Fótbolta.net í dag.

„Hann átti gott tímabil í fyrra og þá sá maður að þetta er að koma. Hann átti að fá tækifæri með Real Madrid í ár en þetta lið þar er skrýtið," sagði Jóhann Már Helgason.

„Það verður gaman að sjá hann í ensku úrvalsdeildinni. Mðaur hefur ekki séð hann spila mikið og það verður gaman að sjá hann í hverri viku og sjá hvert hann er kominn."

Nánar var rætt um krísuna hjá Chelsea í þætti dagsins. Það eru White Fox, Viking gylltur (léttöl) og Domino's sem bjóða upp á þáttinn.
Enski boltinn - Krísa Chelsea og topplið Man Utd
Athugasemdir
banner
banner
banner